Forsíða > Námið > Námsgreinar > Efnafræði > Prentvænt

Efnafræði 1. N

EFN 1N4

Efnafræði í 1. bekk, náttúrufræðibraut

(Samsvarar EFN 103 í Aðalnámskrá og efnafræðihluta NÁT 123)

   Námslýsing

Fjallað er um atómið. Áhersla er lögð á notkun lotukerfisins til að finna öreindafjölda og rafeindaskipan atóma til að sjá fyrir um gerðir efnatengja milli efnapara. Farið er í mólhugtakið og notkun þess í tengslum við efnajöfnur. Lögð áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemenda. Þeir kynnast viðfangsefninu á sem fjölbreyttastan hátt, m.a. með verkefnavinnu, verklegum æfingum og sýnitilraunum.

   Markmið

Nemendur

-    geti útskýrt hreint efni, efnablöndu, frumefni, efnasamband, lotukerfið, ástandsbreytingu, efnahvörf, efnajöfnu,
      uppgufun, eimingu, síun, leysingu, leysni, atóm, sameind, rafeind, róteind, nifteind, sætistölu, massatölu, samsætur,
      sameindaefni, jón, jónefni, rafhleðslu, rafstraum, rafhlöðu, rafgreiningu og rafhúðun

-    viti hvernig efnatákn eru byggð upp, þekki heiti og formúlur algengra efna og geti stillt einfaldar efnajöfnur

-    þekki samsetningu andrúmslofts í grófum dráttum, geti útskýrt loftþrýsting með hliðsjón af árekstrarkenningunni, gert
     grein fyrir því hvaða gastegundir eru unnar úr andrúmslofti og hvernig það er gert og geti útskýrt hvað sé loftmengun

-    geti greint á milli hugtakanna hreint vatn, regnvatn, grunnvatn, yfirborðsvatn og neysluvatn, útskýrt leysni efnis í 
     vökva og áhrif hita á leysni efna í vatni og lesið úr leysnilínuritum

-    þekki innri gerð atómsins og skilji hugtökin sætistala, samsætur, massatala og atómmassi, viti hvers konar efni leiða 
     rafmagn, geti útskýrt hvernig ál er framleitt úr súráli og hvernig rafhúðun fer fram

-    þekki hámarksfjölda rafeinda á aðalhvolfum og undirhvolfum atóma, geti sett upp rafeindaskipan atóma á k, l, m, og n
     hvolfum og raðað rafeindum á undirhvolfin s, p og d, skilji hvernig jónir myndast við rafeindaflutning milli atóma, þekki
     helstu flokka lotukerfisins og helstu einkenni málma og málmleysingja

-    geti ritað heiti efna þegar formúlur eru gefnar og formúlur efna þegar heiti eru gefin, útskýrt samloðun efna í ljósi 
     hugtakanna veik og sterk efnatengi, tilgreint helstu gerðir efnatengja og greint á milli þeirra

-    geti útskýrt hugtökin sýra, basi, pH, og hlutleysing, geti tilgreint og útskýrt muninn á helstu tegundum efnahvarfa og
     muninn á súrum, basískum og hlutlausum vatnslausnum og þekki formúlur algengustu sýra                   

-    geti útskýrt hugtakið efnismagn og hugtökin formúlueining, formúlumassi og mólmassi, geti reiknað einföld mólverkefni, 
     breytt mólum í grömm og öfugt, geti skilgreint hugtakið mólstyrkur, reiknað mólstyrk lausna og mólstyrk jóna í lausn
     og framkvæmt reikninga sem byggjast á mólhlutföllum efna í efnahvarfi og þekki muninn á formlegum og raunverulegum
     mólstyrk

   Námsmat

Annareinkunnir byggjast á prófum í annalok og vinnueinkunnum fyrir tilraunir, skýrslur, önnur skilaverkefni, ástundun og mætingu á hvorri önn.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.09.2005