Forsíða > Námið > Námsgreinar > Kjörsviðsverkefni > A6: Námslýsingar > Prentvænt

Námslýsing eðlisfræðikjörsvið náttúrufræðibrautar

  Kjörsviðsverkefni á eðlisfræðikjörsviði náttúrufræðabrautar

 

Allir nemendur í 4. bekk skulu velja sér 3 eininga kjörsviðsverkefni sem er lokaverkefni í einni af einkennisgreinum á kjörsviði sínu. Markmið með verkefninu er að dýpka þekkingu og skilning nemenda í aðalgrein á kjörsviði, auka ábyrgð og sjálfstæði þeirra í námi sínu og undirbúa þá enn betur undir  ritgerðasmíð og skýrslugerð í námi á háskólastigi. Verkefnið verður unnið allt skólaárið og gert er ráð fyrir að vinna við það samsvari þremur kennslustundum á viku. Kennari metur bæði vinnuferlið og afurð verkefnisins.

 

Nemendur geta valið um kjörsviðsverkefni á sviði eðlisfræði og stærðfræði.

 

Eðlisfræði

Námslýsing

ü  Nemandi aflar sér heimilda og tekur saman fróðleik um eitthvert tiltekið efni innan eðlisfræðinnar. Efnið á að vera skýrt afmarkað og skal eftir föngum reynt að tengja efnið við íslenskar aðstæður. Efninu er síðan skilað í formi ritgerðar, myndglæra, stuttmyndar eða fyrirlesturs.

 

ü  Nemandi getur valið úr efnisflokkum innan eðlisfræðinnar sem leiðbeinandi kjörsviðsverkefnis leggur til eða valið sér verkefni sem hann hefur einlægan áhuga á. Slíkt verkefni er lagt fram fyrir leiðbeinanda og fagstjóra enda gerir nemandi grein fyrir vali sínu og leggur fram drög að vinnuferlinu.

 

ü  Efnisflokkar: Aflfræði íþrótta, orkugjafar framtíðar og vistvæn orka, stjarnfræðileg verkefni. Nemandi skráir og safnar heimildum með því að fara í heimsóknir í tilteknar stofnanir, leitar heimilda í fyrirtækjum aflar sér fróðleiks með viðtölum og með hjálp netsins og í gegnum bækur. Efnið á að vera skýrt afmarkað og einkum skal reynt eftir föngum að afla upplýsinga er snerta íslenskar aðstæður. Efninu er síðan skilað í formi ritgerðar, myndspjalda, stuttmyndar eða fyrirlesturs.

 

Kennsluaðferð

Kennari stýrir og veitir nemendum leiðsögn við rannsóknarvinnuna allt ferlið en nemendur stunda sjálfstætt nám og bera sjálfir ábyrgð á framgangi vinnu við rannsóknina.  Nemendur gera rannsóknaráætlun í upphafi, skrifa rannsóknarskýrslu og kynna rannsóknina í lok annarinnar með fjölbreyttum aðferðum, t.d. í formi dreifirits, veggspjalds, vefsíðu, myndbands, glærusýningar, fyrirlestrar eða á öðru formi sem kennari samþykkir.

 

Námsmat

Vinnuferlið við rannsóknina er metið út frá athugun á þátttöku nemenda í rannsóknarvinnu, dagbók, vinnublöðum og sjálfsmati nemenda. Metin er afurð rannsóknarinnar í formi rannsóknarskýrslu og kynningar nemenda á niðurstöðum rannsóknarinnar.

 

 

Stærðfræði

 

Námslýsing:
Nemandinn vinnur kjörsviðsverkefni í einni af einkennisgreinum á sínu kjörsviði og velur nemandinn viðfangsefni úr verkefnabanka sem kennarinn býður upp á eða sjálfur í samráði við kennara sinn. Ýmist getur verið um einstaklings-, para- eða hópverkefni að ræða.

Kennari stýrir og veitir nemandanum leiðsögn í öllu vinnuferlinu á reglulegum samráðsfundum, en nemandinn stundar sjálfstætt nám og ber sjálfur ábyrgð á framgangi verksins.

Hvað lengd varðar, gildir það viðmið, að meginmál ritgerðar eða rannsóknarskýrslu í einstaklingsverkefni sé að jafnaði ekki styttra en 15-20 vélritaðar síður, en para-, og hópverkefni ekki styttra en 25-30 síður. Er þá miðað við eðlilega leturstærð, línubil og spássíur. Ef meginafurð verkefnisins er í öðru formi t.d. sem myndband, veggspjald, fyrirlestur eða vefsíða, þá skal nemandi jafnframt skila rannsóknarskýrslu að lágmarki 5 -7 vélritaðar síður ef einstaklingsverkefni en 10-12 vélritaðar síður ef um hópverkefni er að ræða. 

Efnisflokkar:
Notkun stærðfræðireikninga  (Calculus) í líffræði og læknisfræði, efnafræði, hagfræði.

Nemendur geta einnig sjálfir sett fram hugmyndir um verkefni sem leiðbeinandi verður að samþykkja.

Nemandi aflar sér fróðleiks með viðtölum og með hjálp netsins og í gegnum bækur. Efnið á að vera skýrt afmarkað og einkum skal reynt eftir föngum að afla upplýsinga er snerta íslenskar aðstæður. Efninu er síðan skilað í formi ritgerðar sem innihalda dæmi sem nemandi leysti ,myndspjalda, stuttmyndar eða fyrirlesturs.

Markmið:
Meginmarkmið er að gera nemandann hæfari til að vinna sjálfstætt að rannsóknum og efla með honum frumkvæði, gagnrýna hugsun og ályktunarhæfni. Þá verður lögð mikil áhersla á, að nemandinn komi niðurstöðum rannsóknar sinnar frá sér á vandaðan og viðurkenndan hátt og í einhverju því formi, sem geri þær aðgengilegar áhugamönnum um efnið.

 Námsmat:
Námsmatið er símat þar sem ein einkunn er gefin og gildir hún bæði sem stúdentsprófseinkunn og námseinkunn.

Kennari metur vinnuferlið við verkefnið út frá athugun á rannsóknarvinnu og dagbók, sem nemandinn heldur yfir vinnu sína og framvindu verksins allt skólaárið.  Afurð rannsóknarinnar er metin í formi ritgerðar eða rannsóknarskýrslu og kynningar nemandans á niðurstöðum rannsóknarinnar t.d. í formi myndbands, veggspjalds, vefsíðu eða fyrirlestrar.

Á haustönn er gefin vinnueinkunn sem byggir á dagbók nemandans og framgangi verksins.

 

 

                                               

 

.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 29.01.2010