Íslenska i 1. bekk
ÍSL 1O4
Íslenska í 1. bekk
(Samsvarar ÍSL 102 og ÍSL 202 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Lestur bókmennta, greining þeirra og túlkun, er þungamiðja námsins. Lesin er fornsaga og nútímaskáldsögur. Beygingafræði er rifjuð upp og farið er yfir grunnhugtök í setningafræði. Nemendur fá þjálfun í stafsetningu, byggingu ritgerða, mismunandi málsniði, stílbrögðum og frágangi með margvíslegum skrifum. Nemendur eru þjálfaðir í munnlegri tjáningu og í aðferðum til að auka leshraða sinn.
Markmið
Nemendur
- auki lestrarfærni sína og bókmenntaskilning - geti beitt hugtökum í bókmenntafræði við umfjöllun um bókmenntir og dróttkvæði - öðlist öryggi í upplestri og framsögn - þjálfist í margs konar textagerð - læri uppbyggingu málsgreina, efnisgreina og ritgerða - þekki grunnhugtök í setningafræði og beygingafræði - öðlist öryggi og færni í réttritun - temji sér notkun orðabóka, handbóka og leiðréttingarforrita við frágang á texta - temji sér notkun tölva og margmiðlunarefnis við verkefnavinnu
Kennsluaðferðir
Kennsla er í samræmi við ofangreinda lýsingu. Ritunarkennsla fer m.a. fram í tölvustofu þar sem nemendur vinna ýmis verkefni undir leiðsögn kennara.
Námsmat
Haustannareinkunn byggist á símati, þ.e. einkunnum fyrir öll verkefni annarinnar, munnleg og skrifleg. Vorannareinkunn er fyrir próf í lok annar og að hluta til vinnueinkunn fyrir skrifleg og munnleg verkefni og ástundun.
|