Forsíða > Námið > Námsgreinar > Prentvænt

Íþróttir

ÍÞR 1O2, ÍÞR 2O2, ÍÞR 3O2 og ÍÞR 4O2

Íþróttir í 1. - 4. bekk

   Námslýsing

Hlutverk íþróttakennslunnar er að hafa uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu og andlega og félagslega líðan. Íþróttakennslan byggist á því að styrkja sjálfsmynd nemanda og auka vellíðan hans. Taka þarf tillit til ólíkra einstaklinga og að fjölbreytni sé í efnisvali og kennsluaðferðum. Þá er einnig nauðsynlegt að leggja ýmis próf eða kannanir fyrir nemendur svo sem þol- og liðleikapróf til að mæla líkamshreysti þeirra og gefa þeim tækifæri til að fylgast með eigin heilsu og framgangi. Jákvæð upplifun íþróttaiðkunar getur lagt grunn að heilsusamlegum lífsstíl nemenda. Markmið íþrótta falla vel að almennum markmiðum skólastarfs. Þeim má ná með vel skipulagðri og útfærðri kennslu og æfingum.

   Markmið

Nemendur

-    öðlist þekkingu á mikilvægi markvissrar upphitunar fyrir íþróttaiðkun

-    bæti liðleika sinn og samhæfingu

-    efli líkamshreysti sína og þol

-    nýti sér stöðluð þolpróf (pip-test)

-    öðlist þekkingu á mikilvægi markvissrar kraftþjálfunar

-    taki þátt í verklegum æfingum sem sýna hvernig nýta má knattleiki til líkams- og heilsuræktar

-    taki þátt í íþróttum sem efla samvinnu og siðgæði

-    komi auga á að þátttaka í íþróttum geti styrkt sjálfsmynd þeirra

-    öðlist áhuga og jákvætt viðhorf til íþrótta og líkams- og heilsuræktar

-    temji sér heilbrigðan lífsstíl

   Efnisatriði

Upphitun, almenn upphitun, sérhæfð upphitun, óvirk upphitun, hjartsláttur, púls, teygjuæfingar, þol, þolþjálfun, grunnþol, sérhæft þol, loftháð þol, loftfirrt þol, þjálfunarástand, þjálfunarpúls, hvíldarpúls, hámarkspúls, þjálfunaraðferðir.

Kraftur, hraðakraftur, hámarkskraftur, kyrrstöðukraftur, kraftþjálfun, stöðvaþjálfun, hringþjálfun, liðleiki, hreyfanleiki, virk teygja, óvirk teygja, spennu- og teygjuaðferð, slökun, öndun, slökunartækni, slökunarstaða.

Knattleikir, knatttækni, tækniþjálfun, móttaka, undirstöðuatriði liðssamvinnu, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun.

   Námsmat

Einkunn byggist á virkni og ástundun nemanda í kennslustundum, framförum hans og áhuga; á knattleikjum, þol- og hlaupaþætti og liðleika- og kraftæfingum.

Nemendur, sem geta ekki stundað nám í íþróttum samkvæmt ofangreindri lýsingu, eiga þess í stað að vinna að bóklegum verkefnum að höfðu samráði við kennslustjóra og greinakennara.

Nemendur í 2. - 4. bekk geta valið sund í stað ofangreinds íþróttanáms að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem íþróttakennarar setja.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.09.2004