Forsíða > Námið > Námsgreinar > Prentvænt

Lífsleikni

LKN 1O3

Lífsleikni í 1. bekk

(Samsvarar LKN 103 í Aðalnámskrá.)

   Námslýsing

Námið skiptist í eftirfarandi þætti: Kynningu á skólastarfi í Menntaskólanum við Sund almennt, s.s. skólareglur, félagslíf og námstækni. Sjálfskoðun og sjálfstyrkingu. Tjáningu og framkomu. Lífsstíl, ábyrgð og fjölskyldumál. Menningu, listir og umhverfismál. Alþjóðasamfélagið og fordóma.

   Markmið

Nemendur
-    öðlist aukna færni í tjáskiptum, framkomu og gagnrýnni hugsun
-    verði meðvitaðri um eigin lífsstíl og ábyrgð
-    fái þjálfun í að ræða siðferðileg álitamál og verði sér 
      meðvitaðri um fordóma og hvernig þeir birtast í samfélaginu 
-    rækti með sér sköpunargáfu og fái innsýn í og kynnist list-
      og menningarviðburðum

   Kennsluaðferð

Í kennslustundum eru umræður, fyrirlestrar, einstaklings- og hópverkefni. Nemendur fá möppur með fjölrituðu efni til að vinna með. Einnig er lögð áhersla á heimildaöflun á veraldarvefnum. Farið er í vettvangsferðir og gestafyrirlesarar koma í heimsókn.

   Námsmat

Náminu lýkur á einum vetri - 3 kennslustundir á viku. Ekki eru þreytt próf, en stúdentseinkunn felst í símati á eftirfarandi þáttum: Hegðun, mætingu og þátttöku/virkni í kennslustundum; skilvísi, frágangi og ástundun í verkefnavinnu.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 27.01.2011