Reglur um dansleikjahald
Reglur um dansleikjahald á vegum Menntaskólans við Sund
Það er skoðun skólans að dansleikir á vegum hans séu mikilvægur þáttur í félagslífi nemenda. Markmið skólans er að þessir dansleikir fari vel fram þannig að þeir séu skólanum og nemendum hans til sóma. Skólinn álítur að til þess að það markmið náist þurfi til öflugt samstarf þeirra sem að þessum atburðum koma, svo sem skólans, forvarnarfulltrúa, SMS, nemenda og foreldra/forráðamanna þeirra.
“ÖLVUN ÓGILDIR MIÐA”
1. Dansleikir á vegum Menntaskólans við Sund eru eingöngu fyrir nemendur skólans nema annað sé ákveðið.
2. Nafnalistar skulu vera þannig útbúnir að nafn og símanúmer nemenda MS og gesta þeirra komi fram þegar svo ber undir. Gestum dansleikja ber að hafa á sér skilríki með mynd.
3. Fjöldi gæslumanna skal vera í samræmi við kröfur lögreglu þar um.
4. Á stóru dansleikjunum skal fyrirfram vera gengið þannig frá röð við inngang að ekki skapist hætta á miklum troðningi.
5. Á álagstíma skal vera gæsla utandyra.
6. Á fjölmennum dansleikjum skal unnið að því að dreifa aðsókninni á lengra tímabil þannig að álagstoppar í gæslu verði minni en áður.
7. Efla skal samstarf SMS og forvarnarfulltrúa skólans með það markmið í huga að vinna gegn neyslu og drykkju nemenda fyrir dansleiki.
8. Staðfest brot á reglum þessum, svo sem vegna óláta eða ölvunar hefur sjálfkrafa í för með sér útilokun viðkomandi frá dansleikjum á vegum skólans.
9. Nemendafélag skólans og Menntaskólinn við Sund munu funda fyrir og eftir dansleiki og skulu aðilar skila skýrslu um dansleikinn til rektors eigi síðar en viku frá dansleik. Nemendalista skal skilað til rektors strax að loknum dansleik.
10. Skólinn mun endurskoða heimild sína til dansleikjahalds ef þurfa þykir. Ef það er mat skólans að ofangreindar reglur séu almennt brotnar er líklegt að ekki verði um frekara dansleikjahald á vegum skólans.
REKTOR
|