Forsíða > Fræðsluefni > Prentvænt

Umhverfismál - náttúruvernd

Friðlýst svæði við Sund

 

Háubakkar við Elliðaárvog í Reykjavík

Háubakkar eru við innanverðan Elliðaárvog að vestan. Þetta eru þykk setlög, senni­lega um 200 þúsund ára gömul. Í þeim má sjá áhrif mikilla loftslagsbreytinga. Set­lögin eru um 8 m á þykkt og er þar m.a. að finna undir grágrýtislagi um 20 sm þykkt surtarbrandslag og í því fræ, aldin og frjókorn ýmissa jurtategunda.

Friðlýstir 1983 sem náttúruvætti – mörk og reglur - kort

 

 

 

Laugarás í Reykjavík
Jökulrispaðar klappir frá síðasta kuldaskeiði.

Friðlýstur1982 sem náttúruvætti - mörk og reglur - kort 

 

 

Brot úr jarðsögu Reykjavíkur

Aldur

Tímaskeið

Helstu atburðir

 

10 000 ár

 

Nútími

Sjávarmál fellur úr +40m í –5m (a.m.k.). Land sígur eftir það. Leitahraun og Búrfellshraun renna.

 

 

120 000 ár

 

Síðasta kuldaskeið

Jökull er jafnan í 400-500 m hæð í hlíðum Esju. Jökuljaðar yst á Reykjanesi og úti í Faxaflóa. Móbergsfjöllin á Reykjanesi myndast. Sveiflu­kennd hlýnun í lokin og sjór flæðir á land.

 

130 000 ár

 

Síðasta hlýskeið

Dyngjugos á Mosfellsheiði og í Heiðmörk myndar grágrýti í Mosfellsbæ, Breiðholti, Garðabæ, Kópa­vogi og víðar.

 

200 000 ár

 

Næst síðasta

kuldaskeið

Móbergsfjöll sem nú eru utan gosbeltisins myndast (t.d. Lyklafell) ásamt jökulbergi (t.d. undir Höfðabakkabrú í Elliðaárdal).

 

210 000 ár

 

Næst síðasta

hlýskeið

Í upphafi tímabilsins myndast setlög í Elliðavogi og víðar. Nokkur dyngjugos (e.t.v. á Valhúsahæð, Engey, Skóla­vörðuholti og Öskjuhlíð) mynda Reykja­víkurgrágrýtið ofan á setinu.

 

 

 

Svæði á náttúruminjaskrá í nágrenni MS.

Vesturhorn Laugarness, Reykjavík.

(1) Mörk svæðisins eru að sunnan frá Kleppsvegi á móts við Suðurkotsvör meðfram Kleppsvegi að Laugarnesvegi og þaðan meðfram húsum Tollvörugeymslunnar og Kletts í sjó.

(2) Fjörur og strandbelti á vesturströnd Laugarness, sem að mestu er óröskuð strandlengja með sérkennilegum sjávarrofnum klettum. Vinsæll útivistar- og útsýnisstaður, ásamt menningarsögulegum minjum.

 

Elliðaárdalur, Reykjavík, Kópavogi.

(1) Vatnasvið Elliðaár í Elliðaárdal, frá upptökum í Elliðavatni allt til ósa.

(2) Fjölbreytt náttúrufar, kjörið útivistarsvæði í þéttbýli.

 

Grafarvogur, Reykjavík.

(1) Leirur í Grafarvogi.

(2) Einn mikilvægasti viðkomustaður farfugla, einkum vaðfugla, á höfuðborgarsvæðinu.

 

Gufuneshöfði, Reykjavík.

(1) Ströndin vestur frá Gullinbrú og Gufuneshöfði fyrir vestan og norðan byggð, ásamt fjöru og grunnsævi.

(2) Stórgrýttur höfði með jökulminjum og brattri strönd. Kjörið útivistarsvæði, gott útsýni.

Viðey, Reykjavík.

(1) Öll Viðey. (2)

Lítt snortin og vel gróin eyja með fjölbreyttu landslagi í nánd við þéttbýli. Söguminjar. Vinsælt útivistarsvæði.

 

Eyjar á Kollafirði, Reykjavík, Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu.

(1) Þerney, Lundey, Engey og Akurey.

(2) Lágar, grónar eyjar í næsta nágrenni við þéttbýli. Varpstöðvar allmargra fuglategunda.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 19.04.2005