Harka steinda
Hinn hefðbundni mælikvarði á hörku steinda var birtur árið 1822 afFrederick Mohs, Austurískum jarðfræðingi sem studdist við grunnpróf sem námumenn notuðu gjarnan. Síðan Mohs birti kvarða sinn,sem ber nafn hans hefur þessi mælikvarði hlotið almenna viðurkenningu sem gott tæki til að bera saman hörku steinda.
Mælikvarði Mohs
- 1 = Talk
- 2 = Gifs
- 3 = Kalsít
- 4 = Fluorít
- 5 = Apatít (fluorapatite)
- 6 = Orþóklas
- 7 = Kvars
- 8 = Tópas
- 9 = Kórundum
- 10 = Demandar
Þessar steindir voru valdar vegna þess að þær eru tiltölulega algengar og vegna þess að harka þeirra er mjög misjöfn. Mælikvarðinn á hörku er ekki línulegur. til dæmis er demantur (10)miklu harðari en Kórundum (9) á meðan Flúorít (4) er aðeins örlítið harðara en Kalsít (3).
Takmarkaðari, en einnig nothæfur mælikvarði, á hörku fæst með því að styðjast við hörku fingurnaglar (2,5), smápenings (3,5) glers og stálnagla (5,5) og kvars (7).
|