Forsíða > Prentvænt

Necklash áfram

26. apríl 2016

Í fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla komst MS fyrirtækið Necklash áfram í lokaumferð samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi, um nemendafyrirtæki ársins sem fer fram í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 27. apríl.  Þetta eru nemendur úr 3.G., þær Steinunn Birta, Lilja Guðrún, Kristín María og Berglind Ósk.  Fyrirtækin sem komast áfram þurfa virkilega að sýna sig og sanna fyrir dómnefnd nú á miðvikudaginn með viðtali og kynningu. Þetta er því heilmikið álag og stress fyrir stelpurnar en jafnframt ómetanlegt nám og reynsla, sem þær munu væntanlega seint gleyma.

 .

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004