Forsíđa > Prentvćnt

Blóm marsmánađar

5. febrúar 2016

Fjalldalafífill: Blóm marsmánađar

Einn um sinn verđum viđ ađ orna okkur viđ minningar um blóm liđinna sumra. Blóm marsmánađar í MS er fjalldalafífill sem skartar á sumrin yndisfögrum stórum, dumbrauđum, bjöllulaga, drúpandi blómum.

Á annarri hćđ ađalbyggingar skólans er bókin Flora Islandica (Rv. 2008) opin á blađsíđu 210 ţar sem sjá má plöntuna en bókin skartar blómateikningum Eggerts Péturssonar sem upphaflega voru gefnar út sem myndefni í Íslenskri flóru Ágústs H. Bjarnasonar.

Í bók Ágústs kemur fram ađ fjalldalafífillinn (Geum rivale) sé af rósaćtt (Rosaceae). Vöxtur jarđstöngulsins fari ađ mestu fram í efsta hluta hans. Stöngullinn sé hulinn löngum, bleđlóttum stofnblöđum sem minni á kálblöđ. Ţar segir einnig međal annars ađ plantan vaxi í rökum og gróskumiklum lautum og hvömmum, blómgist í júní og sé 10-50 sm á hćđ.

Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason (Rv. 1994) kemur auk ţess fram rót fjalldalafífils geymi ýmis ilm- og bragđefni sem áđur voru notuđ sem krydd, bćđi í mat og drykk (engjanegulrót). Gömul nöfn plöntunnar séu fjalldćla, biskupshattur og sólsekvía.

Í bókinni Íslenskar lćkningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannesdóttur (Rv. 1992) kemur ennfremur fram ađ fjalldalafífillinn sé allur góđur viđ lystarleysi og lélegri meltingu og ennfremur styrkjandi. Einnig ađ te af jurtinni í blóma sé taliđ gott viđ ţrálátu lungnakvefi og stíflum í ennisholum.

Fjalldalafífillinn er algengur um allt land, sbr. upplýsingar í Plöntuvefsjá Náttúrufrćđistofnunar Íslands. Ţess má geta ađ hann er međal annars ađ finna í brekkunni vinstra megin viđ göngustíginn ađ Gullfossi.

Sjá nánari upplýsingar á Vísindavefnum ţađan sem myndin hér ađ neđan er fengin.

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004