Forsíđa > Prentvćnt

Blágresi: Blóm febrúarmánađar

5. febrúar 2016

Blóm febrúarmánađar í MS er blágresi sem hefur orđiđ skáldum ađ yrkisefni.  Um ţetta leyti árs blómgast varla önnur blóm en frostrósir. Víst eru frostrósir á glugga ćgifagrar en ţrífast alls ekki á tvöföldu einangrunargleri nútímans. Valiđ helgast af ţví ađ „blágresiđ blíđa“ gefur fyrirheit um fríđar hlíđar og birtu sumarsins svo sem Jón Thoroddsen kveđur um í kvćđinu: Hlíđin mín fríđa.

Á annarri hćđ ađalbyggingar skólans er bókin Flora Islandica (Rv. 2008) opin á blađsíđu 246 ţar sem sjá má plöntuna en bókin skartar einmitt blómateikningum Eggerts Péturssonar sem upphaflega voru gefnar út sem myndefni í Íslenskri flóru Ágústs H. Bjarnasonar.

Í bók Ágústs kemur fram ađ blágresi sé af blágresisćtt (Geranium). Ţar segir međal annars ađ stöngullinn vaxi upp af skriđulum jarđstöngli, blöđin séu stór,  handskipt međ flipóttum og tenntum blađhlutum. Ennfremur segir ađ efri hluti stönguls og bikarblöđ séu kirtilhćrđ, krónublöđ séu venjulega fjólublá en stundum hvít eđa rósrauđ. Blágresiđ blómgast í júní. Ţađ verđur eđli málsins samkvćmt stórvaxnast á friđuđu landi.

Í bókinni Íslensk flóra eftir Ágúst H. Bjarnason (Rv. 1994) kemur auk ţess fram ađ seyđi af jurtinni var notađ í lćkningaskyni og ađ áđur fyrr var jurtin notuđ til ađ lita blátt en ađferđin gleymdist ţegar fariđ var ađ flytja índígóbláma til landsins en jurtin var einnig nefnd litunargras.

Í bókinni Íslenskar lćkningajurtir eftir Arnbjörgu Lindu Jóhannesdóttur (Rv. 1992) kemur ennfremur fram ađ blöđin séu góđ til útvortis notkunar, sođin og síđan lögđ viđ sár, mar eđa exem.

Blágresiđ er mjög algengt um allt land, sbr. upplýsingar í PlöntuvefsjáNáttúrufrćđistofnunar Íslands.

Ţá má geta ţess ađ bćđi peysa (í blađinu Lopi og band) og hljómsveit hafa hlotiđ nafniđ Blágresi.

Myndin hér ađ neđan af blágresinu er á Wikipedia.

Geranium sylvaticum.JPG

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004