Forsíða > Prentvænt

MS-ingar! Nú er að hreyfa sig.

5. febrúar 2016

Lífshlaup framhaldsskólanna er að hefjast og felst það í keppni milli framhaldsskóla enda þótt hver og einn þátttakandi, nemendur jafnt sem kennarar og annað starfsfólk, keppi umfram allt við sjálfa(n) sig. Á heimasíðu Lífshlaupsins segir:

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við embætti landlæknis og í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóla stendur fyrir Lífshlaupi fyrir framhaldsskóla sem fram fer dagana3.-16. október næstkomandi.  

(www.lifshlaupid.is)

Markmiðið með lífshlaupinu er að fá blóðið til að renna í æðum okkar. Hið eina sem við þurfum að gera til að teljast fullgildir keppendur er að ganga fyrir eigin vélarafli í að lágmarki hálftíma á dag. MS-ingar! Skráið ykkur í hóp sem fyrst á slóð Lífshlaupsins og skráið daglega hreyfingu ykkar frá 3.-16. október á vefinn.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004