Forsíða > Prentvænt

Prófreglur og ráðleggingar vegna prófa

1. desember 2011

Prófreglur

  1. Nemendum ber að koma tímanlega til prófs. Á tilkynningatöflu í anddyri sjá nemendur í hvaða stofu þeir eiga að taka próf.
  2. Nemandi má ekki vera í yfirhöfn né hafa hana á baki stólsins og ekki má hafa neitt á borði nema skriffæri og prófgögn. Í hverri stofu er eitt borð ætlað fyrir töskur og yfirhafnir. Pennaveski, farsímar og nesti má vera á gólfinu við hlið borðsins.
  3. Fagkennari kemur tvisvar í stofu í tveggja tíma próf eða styttra.
  4. Ekki má hafa kveikt á farsíma í prófi.
  5. Svindl á prófi hefur alvarlegar afleiðingar.
  6. Ekki má skila prófúrlausn fyrr en klukkustund er liðin af próftímanum.
  7. Veikindi ber að tilkynna skrifstofu skólans áður en próf á að hefjast. Veikindi verður að staðfesta með vottorði (á sama hátt og önnur veikindi).

Ráðleggingar til nemenda vegna prófa

Prófundirbúningur

·         Gerðu vinnuáætlun til að nýta tímann sem best.

·         Skipuleggðu hvernig þú ætlar að vinna hvern dag á prófatímanum.

·         Gott er að vinna í um 30 mínútur og taka svo stutt hlé.

·         Farðu vel yfir allt sem þú hefur unnið í tengslum við hverja námsgrein, námsefni, glósur, verkefni og gömul próf og hafðu það tiltækt þegar þú undirbýrð þig fyrir prófið.

·         Veldu þér stað þar sem þú ert í næði og sittu við borð.

·         Slökktu á síma og margmiðlunartækjum á meðan þú lærir.

·         Hugurinn þarf að vera virkur þegar þú lærir.

·         Upprifjun og endurtekning er virkasta leiðin til að festa atriði í langtímaminni.

·         Mundu að það þarf líka að gera ráð fyrir tíma til að slaka á og hvíla sig.

·         Gættu þess að fá nægan svefn.

·         Mikilvægt er að borð hollan mat og gott að taka inn vítamín og lýsi.

·         Einbeiting í námi skilar árangri.

 

Próftaka

·         Mættu tímanlega í prófið.

·         Farðu í prófið með jákvæðu hugarfari - ég geri eins vel og ég get.

·         Hafðu meðferðis öll nauðsynleg áhöld og skriffæri.

·         Hlustaðu vel á allar leiðbeiningar kennara í upphafi prófs.

·         Lestu vandlega öll fyrirmæli á prófblaðinu.

·         Merktu prófið með fullu nafni og bekk.

·         Lestu yfir prófið í upphafi og punktaðu hjá þér minnisatriði.

·         Ekki dvelja of lengi við atriði sem þú manst ekki eða skilur ekki strax, geymdu þau þar til síðar í prófinu.

·         Einbeittu þér vel að prófinu sjálfu og láttu ekki truflast af umhverfinu.

·         Notaðu allan próftímann.

·         Ætlaðu þér tíma í lok prófsins til að fara yfir prófið.

·         Láttu það ekki hafa áhrif á þig þegar aðrir fara að skila prófinu.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004