Forsíða > Prentvænt

Fræðslu- og aðalfundur foreldrafélags MS

12. nóvember 2009

Stjórn foreldrafélags Menntaskólans við Sund boðar til fræðslu- og aðalfundar félagsins þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20:00 í stofum 13 og 14 í MS.  

DAGSKRÁ:
Hefðbundin aðalfundarstörf

Forvarnarstarf MS
Lóa Steinunn Kristjánsdóttir forvarnarfulltrúi MS kynnir forvarnir í skólanum.

Að þora að stíga skrefið og skapa nýja hefð
Arna Einarsdóttir kynnir nýlegt meistaraverkefni sitt þar sem leitast er við að varpa ljósi á þætti í lífsstíl og umhverfi framhaldsskólanema, sem geta stutt þá ákvörðun að þeir drekka ekki áfengi. Verkefnið er byggt upp í kringum þrjá meginþætti; nemendur, foreldra og skóla og hvernig margvíslegir áhrifaþættir leika þar lykilhlutverk í vali ungs fólks og neysluhegðun.  

Að erindi loknu er boðið upp á umræður og fyrirspurnir.
Gert er ráð fyrir að fundi ljúki um klukkan 21:30.

Stjórn foreldrafélagsins hvetur foreldra til að mæta og eiga saman góða og uppbyggilega stund. 
 
Með kveðju,
f.h. stjórnar foreldrafélags MS
Þröstur Gunnarsson
tag@internet.is

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004