Forsíða > Prentvænt

Fyrstu dagarnir í skólanum

28. ágúst 2009

Ágætu nemendur!

Nú er skólastarfið komið á fullt. Þið eigið að vera búnir að útvega ykkur öll námsgögn sem tiltekin eru á bókalistanum og sem kennarar ykkar hafa bent ykkur á. Mikilvægt er að byrja skólastarfið vel. Mæta í allar kennslustundir, vera virkur þátttakandi í kennslustundunum og fylgja vel þeim leiðbeiningum sem eru gefnar. Þið eigið að nota Námsnetið (innri námsvef skólans) og að sjálfsögðu, virða þær fáu og einföldu reglur sem gilda hér í skólanum. Ef þið þurfið aðstoð eða hjálp er um að gera að snúa sér til kennara, námsráðgjafa skólans eða til stjórnenda. Hikið ekki við að hafa samband við okkur, bjáti eitthvað á.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004