Forsíđa > Prentvćnt

Áheitaferđ 1. bekkjar á Egluslóđ 2009

11. febrúar 2009

Í tilefni ţemadaga viđ Menntaskólann viđ Sund sem verđa í vikunni 15. til 21. febrúar hefur veriđ ákveđiđ ađ ganga á ný til samstarfs viđ Barnaheill. Nemendur viđ skólann munu nú í fjórđa sinn safna fé og styrkja samtökin Barnaheill sem vinna ađ ţví ađ bćta hag barna víđsvegar um heim. Hluti ţessa verkefnis ađ ţessu sinni er áheitaferđ nemenda á fyrsta ári á slóđir Eglu. Hér á eftir er bréf sem skólinn sendir forráđamönnum nemenda á fyrsta ári vegna ferđarinnar ţar sem gerđ er grein fyrir verkefninu og dagskrá ţemadaga (ţorravöku) er kynnt. Allir viđkomandi eru beđnir um ađ kynna sér vandlega innihald bréfsins og styđja myndarlega viđ átakiđ.

Ágćtu forráđamenn.

Í nćstu viku (17.-19. febrúar) fer í hönd hin árvissa ţorravaka Menntaskólans viđ Sund. Ţá brjótum viđ upp hefđbundiđ skólastarf og vinnum ađ einhverjum ţematengdum verkefnum. Verkefnin eru mismunandi frá ári til árs en ađ ţessu sinni er hjálparstarf í brennidepli. Nemendur MS ćtla ađ standa fyrir fjársöfnun og láta afraksturinn renna til Barnaheilla.

Samtökin Barnaheill vinna ađ bćttum hag barna víđs vegar um heiminn, m.a. á Íslandi, međ Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna ađ leiđarljósi. MS-ingar hafa ţrisvar áđur stutt starf samtakanna og safnađ á ţriđju milljón króna. Ţeim peningum var variđ til byggingar skóla í Kambódíu.

Í ár leggjum viđ okkar af mörkum í fjórđa sinn. Eldri bekkingar munu kynna sér starf hinna ýmsu hjálparsamtaka og fara svo út af örkinni og vinna í ţágu ţeirra í einn dag. Vinnuframlag 1.bekkinga verđur náms- og áheitaferđ á slóđir Egils sögu en sagan er einmitt á efnisskránni ţessa dagana. Ferđin verđur farin ţriđjudaginn 17.febrúar og lagt af stađ frá skólanum kl. 8.15. Mikilvćgt er ađ nemendur komi vel klćddir og međ nesti ţann dag. Heimkoma er áćtluđ kl.16.00. Kostnađur vegna ferđarinnar er nokkur en skólinn heitir á Barnaheill ađ láta 500 kr. renna til samtakanna fyrir hvern nemanda sem fer á Egluslóđ. Auk ţess greiđir skólinn hluta ferđakostnađarins en sú upphćđ sem fellur á ykkur er 1000 krónur og eru nemendur beđnir ađ koma međ ţá upphćđ á ţriđjudagsmorguninn. Í ljósi ţess hvernig árar á vinnumarkađi nú er rétt ađ taka fram ađ ef einhver á erfitt međ ađ greiđa fyrir ferđina er sá hinn sami beđinn ađ snúa sér til Bjarkar Erlendsdóttur námsráđgjafa sem fyrst og viđ leysum úr ţví.

Dagskrá ţorravökunnar verđur ađ öđru leyti ţannig:

mánud. 16. feb.       Hefđbundin kennsla.

ţriđjud. 17. feb.        Áheitaferđ á Egluslóđ.

miđvikud. 18. feb.    Tónlistarsmiđjur undir styrkri stjórn Tóneyjar.

fimmtud. 19. feb.      Árshátíđardagur sem hefst međ morgunverđi í leikfimissalnum og lýkur međ árshátíđ um kvöldiđ.

föstud. 20. feb.          Frí!

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004