Forsíđa > Prentvćnt

Skólaslit

5. júní 2008

Brautskráning stúdenta og skólaslit Menntaskólans viđ Sund fóru fram í Háskólabíói laugardaginn 31. maí. Brautskráđir voru 143 stúdentar, 75 piltar og 68 stúlkur. Nýstúdentar eru af ţremur brautum, af náttúrufrćđibraut 66, af félagsfrćđabraut 63 og af málabraut 14 stúdentar. Dúx skólans međ 9,2 í međaleinkunn var Ingibjörg Ester Ármannsdóttir. Ingibjörg Ester útskrifađist af félagsfrćđabraut, hagfrćđikjörsviđi. Semidúx var Hrafnhildur M. Jóhannesdóttir af málabraut. Á félagsfrćđabraut, félagsfrćđikjörsviđi varđ Hlynur Ólafsson hćstur, á náttúrufrćđibraut, eđlisfrćđikjörsviđi Tómas Ţorsteinsson, á líffrćđikjörsviđi Bára Hlín Ţorsteinsdóttir og á umhverfiskjörsviđi Helga Rós Benediktsdóttir.

Viđ athöfnina söng kór skólans nokkur lög undir stjórn Björns Thorarensen. Einnig fluttu ávörp fulltrúar eldri útskriftarárganga. Var athöfnin öll hin hátíđlegasta. Í rćđu sinni fjallađi Már Vilhjálmsson rektor um ţćr breytingar sem standa fyrir dyrum í framhaldsskólanum. Rektor benti á ađ fyrir tveimur árum hefđi Menntaskólinn viđ Sund hafiđ breytingaferli og stefndi ađ ţví ađ vera í fararbroddi viđ innleiđingu nýrra framhaldsskólalaga. Í ávarpi til nýstúdenta fjallađi rektor um hiđ fjölţjóđlega samfélag sem er ađ vaxa upp á Íslandi. Hann hvatti nýstúdenta til ađ vera opna fyrir ţví, umburđarlynda gagnvart nýbúum og ađ nýta sér styrkinn sem fjölbreytnin skapar. Sjá nánar undir Skólinn - Brautskráningar

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004