Forsíða > Prentvænt

Skólaslit

5. júní 2008

Brautskráning stúdenta og skólaslit Menntaskólans við Sund fóru fram í Háskólabíói laugardaginn 31. maí. Brautskráðir voru 143 stúdentar, 75 piltar og 68 stúlkur. Nýstúdentar eru af þremur brautum, af náttúrufræðibraut 66, af félagsfræðabraut 63 og af málabraut 14 stúdentar. Dúx skólans með 9,2 í meðaleinkunn var Ingibjörg Ester Ármannsdóttir. Ingibjörg Ester útskrifaðist af félagsfræðabraut, hagfræðikjörsviði. Semidúx var Hrafnhildur M. Jóhannesdóttir af málabraut. Á félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsviði varð Hlynur Ólafsson hæstur, á náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsviði Tómas Þorsteinsson, á líffræðikjörsviði Bára Hlín Þorsteinsdóttir og á umhverfiskjörsviði Helga Rós Benediktsdóttir.

Við athöfnina söng kór skólans nokkur lög undir stjórn Björns Thorarensen. Einnig fluttu ávörp fulltrúar eldri útskriftarárganga. Var athöfnin öll hin hátíðlegasta. Í ræðu sinni fjallaði Már Vilhjálmsson rektor um þær breytingar sem standa fyrir dyrum í framhaldsskólanum. Rektor benti á að fyrir tveimur árum hefði Menntaskólinn við Sund hafið breytingaferli og stefndi að því að vera í fararbroddi við innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Í ávarpi til nýstúdenta fjallaði rektor um hið fjölþjóðlega samfélag sem er að vaxa upp á Íslandi. Hann hvatti nýstúdenta til að vera opna fyrir því, umburðarlynda gagnvart nýbúum og að nýta sér styrkinn sem fjölbreytnin skapar. Sjá nánar undir Skólinn - Brautskráningar

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004