Forsíđa > Prentvćnt

Frumvarp til fjárlaga 2007 lagt fram

4. október 2006

Frumvarp til fjárlaga var lagt fram á fyrsta degi haustţings, mánudaginn 2. október, eins og venja er. Í frumvarpinu er gert ráđ fyrir ađ fjárframlög til framhaldsskóla greidd úr ríkissjóđi verđi áriđ 2007 15.570 milljónir króna. Framlög til Menntaskólann viđ Sund hćkka um 6,9% frá fjárlögum síđasta árs sem svarar um ţađ bil til umsaminna launa- og verđlagsbreytinga milli ára. Er ţetta nokkuđ undir međaltalshćkkun til framhaldsskólanna. Ţó verđur ađ gćta ţess ađ mismikil hćkkun til einstakra skóla getur stafađ af breytingum á áćtluđum nemendafjölda og breyttu námsframbođi.

Ef tekiđ er tillit til ţess ađ í frumvarpi til fjárlaga 2007 er miđađ viđ fleiri ársnemendur viđ MS (757 ársnemendur í stađ 721) en áriđ áđur er raunhćkkun til skólans á milli ára ađeins um 1% sem er langt undir umsömdum launa- og verđlagsbreytingum. Helsta skýring ţessa er sú ađ framhaldsskólunum er gert ađ spara um 300 milljónir króna međ auknu ađhaldi. Er farin sú leiđ ađ í reiknilíkani fyrir framhaldsskóla er breytt hópaviđmiđum í fagbóklegum áföngum, tölvuáföngum og raungreinaáföngum auk ţess sem ţar er gerđ krafa um betri nýtingu í almennu bóknámi. Međ ţessum breytingum á líkaninu lćkka framlög til skólanna um 300 milljónir.

Almennt má segja ađ erfitt er ađ sjá ađ skólarnir geti brugđist viđ aukinni kröfu um nýtingu. Flestir ţeirra hafa nú ţegar nýtt sér allar ţekktar leiđir til hagrćđingar. Ţannig er líklegt ađ rekstrargrunnur ţeirra verđi veikari viđ áđurnefndar breytingar. Fyrir skólana gćti skipt máli ađ í frumvarpi til fjárlaga 2007 má ćtla ađ áćtlađur nemendafjöldi sé nćr rauntölum en áđur hefur veriđ. Ţetta skiptir máli ţar sem reynslan hefur sýnt ađ allur gangur er á ţvi hvort skólar hafa fengiđ fulla greiđslu fyrir alla sína nemendur sem eru umfram tölur um fjölda nemenda í fjárlögum. Hversu ţungt ţetta vegur á ţví eftir ađ koma í ljós.

Í frumvarpinu er gert ráđ fyrir verulega auknu fé til námsefnisgerđar, gert er ráđ fyrir fjármagni vegna vinnu viđ breytta námskipan til stúdentsprófs auk ţess sem fjárframlög vegna námsorlofa kennara eru hćrri en áđur. Framlag til ný- og viđbygginga viđ framhaldsskóla í Reykjavík er um 190 milljónir króna í frumvarpinu en ađ auki er sérstakt framlag til byggingaframkvćmda viđ Menntaskólann í Reykjavík.

Í frumvarpi til fjárlaga eru ţví umtalsverđar breytingar frá síđastu fjárlögum. Ýmsar breytingar sem ţar eru kynntar eru jákvćđar fyrir skólana. Hér má nefna greinilega tilraun til ţess ađ vera međ eins réttar nemendatölur og unnt er í áćtlunum, hćkkun á framlagi til námsefnisgerđar, hćkkun framlags vegna námsorlofa, fjármagn til byggingaframkvćmda viđ framhaldsskóla, breytingar á skilum fjármuna vegna sérdeilda viđ framhaldsskóla og fleira.

Leiđin sem valin er til ţess ađ ná fram auknu hagrćđi er hins vegar slćm ađ mínu viti. Međ henni er veriđ ađ hrćra í reiknilíkaninu sem er ţess eđlis ađ um ţađ verđur ađ ríkja sátt. Breytingin "felur" vandann og međ henni eru gerđar kröfur um hagrćđingu sem vitađ er ađ margir skólar ráđa ekki viđ. Engin verkefni og engar skyldur eru teknar af skólunum samfara ţví ađ framlög eru skert međ ţessum hćtti um tćp 2%. Hreinlegra hefđi veriđ, til ađ ná fram hagrćđingu, ađ ráđast ekki í ný verkefni, fresta ákveđnum verkum eđa styđja sérstaklega viđ ţá skóla ţar sem kostnađur á hvern ársnemanda er undir landsmeđaltali. 

Már Vilhjálmsson rektor

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 21.03.2004