Forsíða > Prentvænt

Samningur við Betri lausnir um uppsetningu og rekstur á kennslukerfi

31. maí 2005

Menntaskólinn við Sund hefur gert samning við Betri lausnir ehf. um uppsetningu og rekstur á kennslukerfi fyrir skólann. Uppsetningu verður lokið í ágúst. Með þessum samningi opnast nýir möguleikar í skólanum varðandi upplýsingaflæði milli nemenda og kennara. Ný tækifæri verða til í námi og kennslu, sjálfsmati og utanumhaldi með einstökum námsgreinum svo eitthvað sé nefnt.

Nýja kerfið mun sækja og miðla upplýsingum til annarra kerfa sem skólinn rekur svo sem vefumsjónarkerfisins Baldr og Innu.

 

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004