Forsíða > Námið > Prentvænt

Skipulag náms eldri námskrá

Almennt nám til stúdentsprófs á mála-, félagsfræða- og náttúrufræðibraut

Í Menntaskólanum við Sund er búið að skilgreina kjörsviðin á hverri námsbraut og bindur það kjörsviðsval nemenda. Það ræðst af fjölda nemenda sem velja kjörsvið á hverjum tíma hvort unnt er að hafa það í boði.

Nemendur innritast á einhverja af þremur bóknámsbrautum skólans. Nemendur sem velja félagsfræðabraut eru á fyrsta námsárinu í sömu greinum en velja sér síðan annað hvort félagsfræðikjörsvið eða hagfræðikjörsvið. Þá eru þessir nemendur eftir atvikum í þýsku eða frönsku eftir því hvað þeir hafa valið sem þriðja erlenda tungumálið.

Hér á eftir fylgir yfirlit um námsbrautir og kjörsvið sem í boði eru í Menntaskólanum við Sund skv. skólanámskrá. Þess ber þó að geta að ekki hefur verið innritaðir nemendur á málabraut skólans  í nokkur ár. 

 

Nemendur sem innritast á málabraut eru að mestu í sömu námsgreinum fyrstu tvö námsárin. Þeir velja þó mismunandi þriðja og fjórða erlenda tungumálið. Á öðru ári velja þeir síðan á milli hugvísindakjörsviðs og latínukjörsviðs eftir því hvert hugur þeirra stefnir. Nemendur sem innritast á náttúrufræðibraut eru fyrsta námsárið að mestu í sama náminu en þeir velja siðan á milli náttúrfræðakjörsviðs og eðlisfræðikjörsviðs. Á þriðja ári skiptist náttúrufræðakjörsviðið síðan upp í líffræðikjörsvið og umhverfisfræðakjörsvið.

Þessu til viðbótar eru ákvæði um kjörsviðsgreinar og valgreinar sam­kvæmt sérstöku námsframboði í hverjum skóla fyrir sig.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 17.02.2016